Flýtilyklar
Ívar Örn Árnason hjá KA til 2020
31.07.2018
Fótbolti
Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við KA sem gildir út keppnistímabilið 2020. Þetta eru frábærar fréttir en Ívar er 22 ára og er gríðarlega öflugur bakvörður. Undanfarin ár hefur hann stundað nám í Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið knattspyrnu.
Ívar Örn hefur leikið 32 leiki fyrir KA en er á láni hjá Magna í Grenivík í sumar þar sem hann hefur leikið 9 leiki og gert 1 mark í Inkasso deildinni.
Ívar er fæddur ári 1996 og er uppalinn hjá félaginu en faðir hans, Árni Freysteinsson, lék með KA og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 1989.