Ívar Arnbro á reynslu hjá Hammarby

Fótbolti
Ívar Arnbro á reynslu hjá Hammarby
Virkilega flott tækifæri hjá Ívari

Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu hjá Hammarby IF í Svíþjóð en Ívar sem er 17 ára gamall markvörður er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA.

Ívar lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir KA á nýliðnu sumri en hann kom fyrst inn á í 5-0 bikarsigri KA á liði Uppsveita og þá lék hann allan leikinn er KA vann 1-0 heimasigur á HK í lokaumferð Bestu deildarinnar. Þá hefur Ívar einnig leikið 11 leiki fyrir yngrilandslið Íslands og ljóst að það er afar bjart framundan hjá þessum öfluga kappa.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ívar fer á reynslu út en hann fór meðal annars á reynslu til sænsku liðanna Djurgårdens IF og Brommapojkarna fyrir tveimur árum síðan. Við óskum honum innilega til hamingju með þetta frábæra tækifæri og áfram góðs gengis úti í Svíþjóð.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is