Flýtilyklar
Íslandsmeistarar Vals mæta norður kl. 15:00
13.02.2021
Fótbolti
KA leikur sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag þegar Íslandsmeistarar Vals mæta norður klukkan 15:00. Strákarnir hafa unnið alla leikina á undirbúningstímabilinu til þessa afar sannfærandi en fá heldur betur verðugt verkefni í dag.
Það verður áhugavert að sjá hvar strákarnir standa í sínum undirbúningi gagnvart besta liði landsins og ljóst að við fáum baráttuleik.
Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann verður í beinni á Stöð 2 Sport, áfram KA!