Ísfold, Jakobína og María valdar í U19

Fótbolti

Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 7.-10. júní næstkomandi á Selfossi. Þetta eru þær María Catharina Ólafsdóttir Gros, Jakobína Hjörvarsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir.

Stelpurnar eru allar komnar í stórt hlutverk í meistaraflokksliði Þórs/KA og hafa verið í undanförnum landsliðshópum. Þjálfari liðsins er Þórður Þórðarson en hann varði meðal annars mark KA sumarið 2002 er liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni. Þetta verður síðasta verkefni Þórðar með liðið en hann hefur stýrt U19 frá árinu 2015.

Æfingarnar eru liður í undirbúningi U19 fyrir undankeppni EM 2022/2023 en Ísland er í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Serbíu í fyrstu umferð. Riðillinn verður leikinn í september og óskum við stelpunum okkar til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is