Iðunn, Kimberley og Steingerður í æfingahóp U16

Fótbolti

Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 21.-24. júní en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí næstkomandi.

Fulltrúar okkar eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær allar þegar tekið skrefið í meistaraflokk með liði Hamranna og eiga klárlega framtíðina fyrir sér.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is