Helga valin efnilegasta júdókona landsins.

Júdó
Helga valin efnilegasta júdókona landsins.
Helga Hansdóttir með verðlaunagripi fyrir þetta ár
Júdósamband Íslands kynnti í dag val sitt á júdófólki ársins.  Júdómaður ársins er Þormóður Árni Jónsson JR, júdókona ársins er Anna Soffía Víkingsdóttir Ármanni.  Efnilegasti júdómaður ársins var valinn Sævar Róbertsson JR og efnilegasta júdókona ársins var valinn Helga Hansdóttir KA.  Árangur hennar á árinu er vægast sagt glæsilegur, en hann er eftirfarandi:

Íslandsmót, fullorðinsflokkur, gullverðlaun í -57kg.
Afmælismót, fullorðinsflokkur, gullverðlaun í -57kg.
Vormót, fullorðinsflokkur,gullverðlaun í -57kg.
Landsmót UMFÍ, fullorðinsflokkur, gullverðlaun í -57kg.
Kyumót JSÍ, fullorðinsflokkur, gullverðlaun í -57kg.
Íslandsmót, 15-16 ára, gullverðlaun í -57kg.
Afmælismót, 15-16 ára, gullverðlaun í -57kg.
Opna danska, 15-16 ára, gullverðlaun í opnum flokki.
Opna danska, 15-16 ára, bronsverðlaun í -57kg.

Þess má geta að Anna Soffía var með 90 keppnispunkta en Helga koma henni næst með 70 keppnispunkta.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is