Helga Hansdóttir keppir á Ólympíuleikum æskunnar.

Júdó
Helga Hansdóttir mun keppa á Ólympíuleikum æskunnar í Finnlandi í sumar.  Helga er komin í flokk með sterkustu júdókonum Íslands þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára.  Á stigalista Júdósambandsins er Helga næst hæst að stigum í kvennaflokki, næst á eftir Önnu Soffíu Víkingsdóttir sem er ein af sterkustu júdókonum á Norðurlöndum. 

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is