Heimaleikur gegn Breiðablik í undanúrslitunum

Fótbolti

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með gríðarlega sætum 2-1 sigri á liði Grindavíkur í kvöld en sigurmarkið gerði Jakob Snær Árnason á lokamínútum leiksins. Birgir Baldvinsson kom KA yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks en Marko Vardic jafnaði fyrir gestina um miðbik síðari hálfleiks.

KA er því annað árið í röð komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og í níunda skiptið í sögunni. Búið er að draga í undanúrslitin og fengu strákarnir heimaleik gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Áætlað er að leikurinn fari fram annaðhvort 3. eða 4. júlí næstkomandi.

Alvöru stórleikur framundan gegn sterku liði Blika en mjög sterkt að fá heimaleik á þessu stigi keppninnar. Í hinni viðureigninni mætast Víkingur og annaðhvort KR eða Stjarnan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is