Handboltatvíhöfði á laugardaginn!

Handbolti

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar bæði KA og KA/Þór eiga heimaleik. Stelpurnar ríða á vaðið gegn Stjörnunni klukkan 14:00 og strákarnir taka á móti Haukum klukkan 16:00.

Loksins er komið að því að við fáum tvíhöfða og getum stutt bæði liðin okkar á sama degi en þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir jól og afar mikilvæg stig í húfi. Það skiptir því öllu máli að við fjölmennum í stúkuna og tryggjum okkar mögnuðu liðum góða sigra, áfram KA og KA/Þór!

Ef þið komist ekki í KA-Heimilið þá eru báðir leikir í beinni á KA-TV. Nesbræður og Stjórnendanám bjóða upp á leik KA/Þórs og Stjörnunnar frítt á YouTube rás KA-TV og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir framtakið.

Aðgangur að útsendingu frá leik KA og Hauka kostar hinsvegar 1.000 krónur

Smelltu hér til að opna KA-TV rásina


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is