Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn

Handbolti

Handboltinn fer aftur að rúlla eftir helgi og hefjast æfingar yngriflokka KA og KA/Þórs á mánudaginn, 21. ágúst. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri undanfarinna ára.

Rétt eins og síðasta vetur er æft á fjórum stöðum í bænum, KA-Heimilinu, Íþróttahöllinni, Síðuskóla og Naustaskóla. Auk þess eru sérhæfðar styrktaræfingar fyrir 3. og 4. flokk í Training for Warriors sem er í KA-Heimilinu.

Athugið að æfingataflan getur tekið breytingum


Smelltu á töfluna til að sjá hana stærri

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að prófa handbolta að mæta á æfingu og taka þátt í fjörinu!

Með æfingagjöldunum í vetur fylgir glæsileg Macron æfingapeysa í litum KA og KA/Þórs.

Upplýsingar um þjálfara og æfingagjöld


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is