Halli Bolli nýr liðsstjóri meistaraflokks karla

Handbolti

Haraldur Bolli Heimisson eða Halli Bolli eins og hann er iðulega kallaður hefur tekið við hlutverki liðsstjóra hjá meistaraflokki karla í handbolta. Þá mun hann einnig þjálfa 4. og 8. flokk hjá félaginu á komandi vetri.

Halli sem er 22 ára gamall er uppalinn hjá KA og var ákaflega sigursæll með yngriflokkum félagsins. Hann hefur undanfarin ár verið hluti af meistaraflokksliði KA og leikið 51 leik fyrir félagið. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en er gríðarlega öflugur liðsmaður og sýnir það heldur betur með því að taka að sér hlutverk liðsstjóra.

Eins og flestir vita skiptir sköpum að hafa umgjörðin í kringum liðið í háum standard og Halli hefur nú þegar lyft umgjörðinni upp á hærra plan. Ekki nóg með að hafa mikinn metnað fyrir starfinu að þá hefur hann mikinn skilning á umhverfinu sem leikmaður og ekki skemmir fyrir að Halli er einhver allra jákvæðasti einstaklingur sem fyrir finnst.

Við erum ákaflega ánægð að fá Halla inn af krafti í þetta mikilvæga hlutverk í kringum liðið og hlökkum heldur betur til samstarfsins við þennan frábæra karakter.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is