Flýtilyklar
Hákon Atli semur við KA út 2024
12.05.2022
Fótbolti
Hákon Atli Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru afar jákvæðar fréttir en Hákon er gríðarlega öflugur og metnaðarfullur strákur sem er að koma uppúr yngriflokkum KA.
Hákon sem er fæddur árið 2004 tók sín fyrstu skref í meistaraflokki KA á undirbúningstímabilinu og ekki nokkur spurning að hann á framtíðina fyrir sér. Það verður því áfram gaman að fylgjast með framgöngu Hákons í gula og bláa búningnum næstu árin.