Gull hjá 3. flokki kvenna og silfur hjá strákunum

Fótbolti
Gull hjá 3. flokki kvenna og silfur hjá strákunum
Stelpurnar okkar komu sáu og sigruðu!

Fótboltinn er farinn að rúlla og náðist frábær árangur í 3. flokki á dögunum en Þór/KA vann fyrstu lotuna í A-deild er stelpurnar unnu sex leiki og gerðu eitt jafntefli. Þær sýndu jafna og góða frammistöðu í lotunni og eru heldur betur sanngjarnir sigurvegarar.

Ísey Ragnarsdóttir og Rebekka Sunna Brynjarsdóttir voru markahæstar í riðlinum með átta mörk hvor en fast á hælum þeirra var Bríet Fjóla Bjarnadóttir. Aðrar í liðinu eiga þó ekki minni heiður að þessi árangur náðist.

Strákarnir í 3. flokki KA gerðu einnig virkilega vel en þeir enduðu í 2. sæti A-riðils. Riðillinn var jafn og skemmtilegur og fengu strákarnir sjö virkilega flotta leiki. Aron Daði Stefánsson var markahæstur ásamt þremur öðrum með fimm mörk.

Tvö frábær lið sem verður gaman að fylgjast með í næstu lotum.

Við óskum stelpunum, strákunum og þjálfurum til hamingju með góðan árangur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is