Flýtilyklar
Gríðarlega mikilvægur heimaleikur á morgun
KA tekur á móti Fjölni á morgun, fimmtudag, í gríðarlega mikilvægum leik í Pepsi deildinni. Leikurinn fer fram á Greifavellinum klukkan 18:30. Fyrir leikinn er KA í 11. sæti með 9 stig en gestirnir eru í því 8. með 12 stig.
Fyrri leikur liðanna í sumar var bráðskemmtilegur en hann endaði 2-2 í Egilshöllinni þar sem Fjölnismenn komust tvívegis yfir en okkar lið lagði ekki árar í bát og tryggði sér stig.
Það er einfaldlega gríðarlega mikilvægt að við mætum á morgun og styðjum okkar lið. Vissulega er árangurinn til þessa ekki sá sem við óskuðum okkur en í stöðu sem þessari skiptir öllu að við fylkjum okkur bakvið liðið og styðjum það í baráttunni. Stigin sem í boði eru á morgun munu telja ansi mikið þegar upp er staðið í lok sumars, áfram KA!