Golfmót KA 11. júní - skráðu þig strax!

Almennt
Golfmót KA 11. júní - skráðu þig strax!
Þú vilt ekki missa af þessu golfmóti!

KA stendur fyrir glæsilegu og skemmtilegu golfmóti fimmtudaginn 11. júní á Jaðarsvelli. Léttleikinn verður í fyrirrúmi þannig að allir geta tekið þátt þó vissulega verði hart barist um sigur á mótinu.

Texas scramble reglur verða á mótinu og spilaðar verða níu holur. Að móti loknu verður glæsileg grillveisla og lokahóf þar sem hin ýmsu verðlaun verða veitt. Mótið hefst klukkan 17:30 og því mikilvægt að menn mæti tímanlega til að halda plani.

Mótsgjaldið er 7.500 krónur og aðeins er pláss fyrir 52 keppendur. Það er því um að gera að hafa hraðar hendur og skrá sig til leiks en skráning fer fram í netfanginu agust@ka.is.

Einnig er hægt að kaupa stakan miða í grillveisluna og lokahófið fyrir 4.000 krónur. Bókun á miða á lokahófið er í gegnum agust@ka.is.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is