Flýtilyklar
Fyrsti leikur í Pepsi Max á morgun
Á morgun er biðin á enda. KA hefur þá leik í Pepsi Max deild karla. Liðið mætir Skagamönnum á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 16.00. Leiknum er biðið með mikillar eftirvæntni en um er að ræða fyrsta mótsleik KA undir stjórn Óla Stefáns Flóventssonar. Heimamenn í ÍA eru aftur komnir í deild þeirra bestu eftir eins árs fjarveru í Inkasso deildinni og hefur liðið farið mikinn á undirbúningstímabilinu í vetur.
Staðan á KA liðinu er góð og eru allir leikmenn liðsins leikfærir nema Ásgeir Sigurgeirsson sem er að koma til baka eftir krossbandaslit síðasta sumar. Nýjasti liðsmaður KA, Kristijan Jajalo er kominn með leikheimild með KA liðinu og verður í leikmannahópnum á morgun.
Stuðningsmenn KA ætla að hittast á Galito Resturant á Akranesi fyrir leikinn og stilla saman strengina. Miðaverð á leikinn er 2000 krónur og hvetjum við alla þá sem hafa einhvern möguleika að fara á völlinn að skella sér á Akranes og styðja við bakið á liðinu. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending kl. 15:50
Áfram KA!