Flýtilyklar
Fyrsti í bestu deildinni hjá Þór/KA
Þór/KA hefur leik í Bestu deildinni í dag er liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll klukkan 17:30. Breiðablik er rétt eins og undanfarin ár með hörkulið og má reikna með krefjandi verkefni en stelpurnar okkar eru að sjálfsögðu klárar í verkefnið og ætla sér stærri hluti en á síðustu leiktíð.
Rétt eins og undanfarin ár er kjarninn í okkar liði byggður á uppöldum stelpum sem hafa hlotið mikilvæga reynslu. Þá má ekki gleyma innkomu þeirra Söndru Maríu Jessen og Andreu Mist Pálsdóttur og er það algjörlega frábært að fá þær aftur heim og munu þær skipa lykilhlutverk í sumar.
Þeir Jón Stefán Jónsson og Perry Mclachlan tóku við stjórn liðsins eftir síðasta sumar og hefur árangurinn á undirbúningstímabilinu verið fínn. Það verður því gaman að sjá hvernig liðið okkar kemur til leiks í sumar og hvetjum við alla sem geta til að mæta á Kópavogsvöll í dag.
Fyrir þá sem ekki komast er leikurinn í beinni útsendingu á hliðarrás Bestu deildarinnar hjá Stöð 2 Sport, áfram Þór/KA!