Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun

Handbolti

Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun, laugardag, gott fólk þegar KA/Þór tekur á móti HK í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Stelpurnar unnu frábæran sigur í fyrsta leik ársins og ætla að fylgja því eftir með heimasigri!

Fyrir leikinn er KA/Þór með 8 stig í 5.-6. sæti deildarinnar en HK er í 8. sætinu með 2 stig en eini sigur HK í vetur kom einmitt gegn KA/Þór í Kópavogi fyrr í vetur. Stelpurnar hafa því harma að hefna auk þess að með sigri lyfta stelpurnar sér frá botnbaráttunni. Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA/Þór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is