Flýtilyklar
Fylkir - KA í Lengjubikarnum í dag
02.03.2022
Fótbolti
KA sækir Fylkismenn heim í Lengjubikarnum í dag en fyrir leikinn eru liðin ásamt FH jöfn í efsta sæti riðilsins með 7 stig af 9 mögulegum. Aðeins efsta liðið fer áfram í undanúrslit keppninnar og því um ansi mikilvægan leik að ræða.
Leiknir eru fimm leikir í riðlinum og tekur KA á móti Selfoss í kjölfar þessa leiks í lokaleik sínum í riðlinum. FH og Fylkir mætast hinsvegar í sínum lokaleik og því geta strákarnir komið sér í góða stöðu með sigri í dag.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Würth vellinum í Árbænum en leikurinn verður í beinni útsendingu á vegum Fylkis en það kostar 3,90 evrur að kaupa aðgang að útsendingu Árbæinga.
Smelltu hér til að opna útsendingu Fylkis frá leiknum