Frábćr byrjun skóp sigur Ţórs/KA

Fótbolti
Frábćr byrjun skóp sigur Ţórs/KA
Stelpurnar kafsigldu gestina! (mynd: Egill Bjarni)

Ţór/KA hóf leik í Lengjubikarnum í dag er liđiđ tók á móti nágrönnum sínum í Tindastól. Tindastóll leikur í fyrsta skiptiđ í efstu deild á komandi sumri eftir sigur í 1. deildinni á síđustu leiktíđ og var ţví töluverđ eftirvćnting fyrir leiknum í dag.

Liđin eiga eftir ađ mćtast í Kjarnafćđismótinu og hafa unniđ alla leiki sína ţar til ţessa og mátti ţví búast viđ áhugaverđum leik en spennan fór hinsvegar ansi fljótt úr leik dagsins.

Strax á annarri mínútu kom Hulda Ósk Jónsdóttir Ţór/KA yfir eftir laglega sókn og var gestunum líklega brugđiđ ađ fá mark strax í andlitiđ. Stelpurnar voru gífurlega beittar og strax innan viđ mínútu eftir markiđ tvöfaldađi Karen María Sigurgeirsdóttir forystuna og stađan orđin 2-0 eftir ţriggja mínútna leik!

María Catharina Ólafsdóttir gerđi loks ţriđja markiđ á 20. mínútu sem í raun endanlega gerđi útum leikinn. Murielle Tiernan lagađi ţó stöđuna í 3-1 fyrir hálfleik en stelpurnar okkar höfđu ansi gott tak á leiknum.

Síđari hálfleikur var töluvert rólegri en sá fyrri en fjórđa mark Ţórs/KA leit dagsins ljós um kortéri fyrir leikslok er einn leikmađur Tindastóls varđ fyrir ţví óláni ađ gera sjálfsmark. Margrét Árnadóttir innsiglađi svo endanlega sigurinn međ góđu marki á 83. mínútu en Jacqueline Altschuld lagađi stöđuna í 5-2 fyrir Tindastól í uppbótartíma.

Niđurstađan ţví ansi sannfćrandi og góđur sigur okkar liđs sem byrjar Lengjubikarinn af krafti. Ţađ verđur áhugavert ađ fylgjast međ Tindastól í sumar en ţađ er alveg morgunljóst ađ okkar liđ ćtlar sér stćrri hluti á komandi sumri en á síđasta tímabili.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is