Flýtilyklar
Fótboltaveislan hefst í Kórnum í dag!
01.05.2021
Fótbolti
Þá er loksins komið að því að fótboltasumarið hefjist en KA sækir HK heim í dag klukkan 17:00 í Kórnum. Strákarnir eru svo sannarlega klárir í slaginn og ætla sér að byrja sumarið á þremur stigum!
Athugið að aðeins 200 miðar eru í boði á leikinn en hann verður í beinni útsendingu á Vísi.is og því ættu allir að geta fylgst vel með þessum fyrsta leik sumarsins.
KA liðið ætlar sér stóra hluti í sumar og verður spennandi að sjá hvernig strákarnir mæta til leiks.