Fótboltaæfingar 8. fl eru á sparkvellinum við Lundarskóla

Fótbolti
Fótboltaæfingar 8. fl eru á sparkvellinum við Lundarskóla
Strákarnir f. 2015 glaðir eftir skemmtilega æfingu

Í maí og fyrstu vikuna í júní þá eru fótboltaæfingar í 8. flokki á sparkvellinum við Lundarskóla. Æfingarnar eru oftast settar upp þannig að krökkunum er skipt upp í 4-8 manna hópa sem fara í þrjár til fjórar stöðvar með mismunandi æfingum. 

Á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-17:00 æfa stelpur f. 2015-2017 og strákar f. 2016-2017.

Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:15-17:00 æfa strákar f. 2015. 

Þjálfarateymið er öflugt með reynslu miklum íþróttafræðingum og fótboltaþjálfurum í bland við áhugasama aðstoðarþjálfara.

Til að fá frekari upplýsingar um flokkinn og til að tengjast Sportabler sem er upplýsingarapp má senda póst á Alla sem er einn af þjálfurum flokksins á alli@ka.is.

Við hvetjum alla áhugasama að koma og prófa að æfa fótbolta.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is