Flýtilyklar
Forsala á Þór/KA - Wolfsburg!
Stórleikur Þórs/KA og Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á Þórsvelli miðvikudaginn 12. september næstkomandi klukkan 16:30. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum en pláss fyrir um 3.000 manns verður á svæðinu. Þar sem að leikurinn er svo snemma dags þá er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst á leikinn til að þurfa ekki að bíða í röð þegar leikurinn hefst.
Forsala fer fram í KA-Heimilinu og í Hamri á morgun, fimmtudag, og föstudaginn milli klukkan 17 og 19. Miði á leikinn kostar 2.000 krónur og hvetjum við ykkur að sjálfsögðu eindregið til að mæta og tryggja ykkur miða á einn stærsta knattspyrnuleik sem hefur farið fram á Akureyri!
Wolfsburg er ríkjandi Þýskalandsmeistari og einnig Bikarmeistari í Þýskalandi en liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og er því eitt af allra bestu liðum heims í kvennaknattspyrnunni. Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði er lykilmaður í liðinu.