Flott uppskera á Íslandsmótinu í júdó

Júdó
Flott uppskera á Íslandsmótinu í júdó
Berenika varð tvöfaldur Íslandsmeistari

Iðkendur í júdódeild KA hömpuðu alls 5 Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti yngri flokka í júdó um helgina. KA átti 17 keppendur á Íslandsmótinu sem kepptu í 19 flokkum en alls var keppt í 28 flokkum á mótinu og því fín þátttaka hjá félaginu.

Berenika Bernat gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í -63 kg flokki kvenna bæði í U-18 og U-21! Þá varð Gylfi Edduson Íslandsmeistari í -60 kg flokki í U-18, Ólafur Jónsson sigraði +90 kg flokk U-18 og Baldur Bergsveinsson vann -90 kg flokk U-21.

Við óskum þeim til hamingju með titilinn og öllum okkar keppendum til hamingju með flottan árangur en hér má sjá lokastöðu okkar keppenda.

Flokkur Nafn Sæti
Dr. U13 -80 Elsa Viktorsdóttir 4.
Dr. U13 -38 Hreiðar Arnarsson 2.
Dr. U15 -38 Daníel Þórisson 2.
Dr. U15 -46 Birkir Bergsveinsson 2.
Dr. U15 -55 Ísabella Heiðarsdóttir 2.
St. U18 -63  Berenika Bernat 1.
St. U18 -70 Hekla Pálsdóttir 2.
Dr. U18 -50 Árni Arnarsson 3.
Dr. U18 -55 Hannes Sigmundsson 2.
Dr. U18 -60 Gylfi Edduson 1.
Dr. U18 -60 Ísak Ingólfsson 4.
Dr. U18 +90 Ólafur Jónsson 1.
St. U21 -63 Berenika Bernat 1.
St. U21 -70 Hekla Pálsdóttir 2.
Dr. U21 -66 Alexander Heiðarsson 2.
Dr. U21 -73 Birgir Arngrímsson 3.
Dr. U21 -81 Skafti Hannesson 2.
Dr. U21 -90 Baldur Bergsveinsson 1.
Dr. U21 +100 Hilmar Jórunnarson 2.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is