Fjórar frá Þór/KA í æfingahóp U15

Fótbolti

Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir úrtaksæfingar og á Þór/KA alls fjóra fulltrúa í hópnum.

Fulltrúar okkar eru þær Angela Mary Helgadóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Krista Dís Kristinsdóttir. Til stóð að hópurinn myndi hefja æfingar 29. mars næstkomandi en vegna Covid stöðunnar hefur æfingunum verið aflýst.

Við óskum stelpunum engu að síður til hamingju með valið og verður spennandi að sjá hvenær hópurinn getur komið saman til æfinga.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is