Fjórar frá Þór/KA á úrtaksæfingar U17 og U19

Fótbolti
Fjórar frá Þór/KA á úrtaksæfingar U17 og U19
Ísfold, Anna, Jakobína og María verða í eldlínunni

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 ára landsliðum kvenna í knattspyrnu og eru alls fjórar úr Þór/KA boðaðar á æfingarnar. Æfingarnar fara fram dagana 25.-27. janúar næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði.

Þær Anna Brynja Agnarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir eru valdar í U17 hópinn en þjálfari U17 er Jörundur Áki Sveinsson.

Þá er María Catharina Ólafsdóttir Gros í U19 hópnum sem Þórður Þórðarson stýrir.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is