Fimm frá KA á úrtaksæfingar U15

Fótbolti
Fimm frá KA á úrtaksæfingar U15
Frábærir fulltrúar KA!

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar sumarsins. KA á alls fimm fulltrúa í hópnum sem mun æfa dagana 14.-17. júní næstkomandi.

Þetta eru þeir Dagbjartur Búi Davíðsson, Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson, Nóel Atli Arnórsson og Valdimar Logi Sævarsson. Strákarnir urðu einmitt Íslandsmeistarar í 4. flokki síðasta sumar og hafa heldur betur sýnt það og sannað að þeir eiga framtíðina fyrir sér.

Strákarnir hafa margir fengið tækifæri með meistaraflokk KA að undanförnu og þess má geta að Nóel er í akademíu AAB í Álaborg. Hann kemur þó norður á hverju ári og leikur með KA en faðir hans Arnór Atlason gerði garðinn frægan með handknattleiksliði KA á sínum tíma.

Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Ekkert félag á fleiri fulltrúa en KA í hópnum sem er ansi góður stimpill á það frábæra starf sem er unnið í yngriflokkum félagsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is