Félagsfundur þriðjudag kl. 20:00

Almennt

Á morgun, þriðjudag, klukkan 20:00 stendur KA fyrir félagsfundi í KA-Heimilinu þar sem tillaga aðalstjórnar félagsins um stofnun lyftingardeildar KA verður lögð fyrir félagsmenn. Á fundinum mun aðalstjórn einnig kynna stöðu uppbyggingarmála hjá KA og þau verkefni sem framundan eru hjá félaginu.

Við hvetjum áhugasama eindregið til að mæta og taka þátt í starfi félagsins og hlökkum til að sjá ykkur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is