Evrópuveislan hefst í kvöld | KA-TV sýnir beint

Handbolti

KA/Þór og Makedónska liðið Gjorche Petrov mætast í tveimur leikjum í Evrópukeppni kvenna í handbolta í KA-Heimilinu um helgina og er fyrri leikur liðanna í kvöld, föstudag, klukkan 19:30. Liðin mæstast svo aftur á sama tíma á morgun, laugardag.

Þetta verða fyrstu heimaleikir KA/Þórs í Evrópukeppni og ætla stelpurnar sér klárlega áfram í næstu umferð og þurfa á þínum stuðning að halda!

Miðasala er í fullum gangi í Stubb og í afgreiðslu KA-Heimilisins. Miðatvenna fyrir fullorðna er á 5.000 kr en annars kostar stakur miði 3.000 kr. 16 ára og yngri fá miðann á 500 kr og þá er frítt fyrir 6 ára og yngri.

Ef þið komist ekki á leikina þá eru þeir í beinni á KA-TV og kostar aðgangur að útsendingunni 1.000 krónur. Slóðin á KA-TV er livey.events/ka-tv


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is