Ert þú sjálfboðaliði?

Almennt

Framundan á næstu vikum eru fjölmörg handtökin á KA-svæðinu við það að ganga frá gervigrasvellinum okkar ásamt því að reisa stúku og gera klárt fyrir það að KA geti spilað heimaleiki sína á KA-svæðinu. KA er ríkt af sjálfboðaliðum og hafa þónokkrir lagt hönd á plóg undanfarnar vikur. Við getum alltaf þegið fleiri hendur og því er spurt, ert þú sjálfboðaliði sem villt aðstoða? Ef svo er, hafðu samband við Sævar, Siguróla eða Ágúst og við bætum þér í grúppuna okkar á Facebook þar sem auglýst er á hverjum degi hvenær og hvar við ætlum að vinna þann daginn!

Sævar: saevar@ka.is 

Siguróli: siguroli@ka.is 

Ágúst: agust@ka.is

Eða hreinlega á messenger ef það er auðveldara :)


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is