Elsa Björg framlengir við KA/Þór

Handbolti

Elsa Björg Guðmundsdóttir skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Elsa er ein af fjölmörgum efnilegum leikmönnum liðsins sem við ætlum að byggja lið okkar á næstu árin.

Elsa serm er nýorðin 19 ára lék sinn fyrsta meistaraflokksleik tímabilið 2022-2023 og hefur nú tekið þátt í alls 31 leik í deild og bikar fyrir KA/Þór.

"Elsa hefur unnið sig jafnt og þétt upp síðustu ár en hún er frábær íþróttamaður sem við væntum mikils af í framtíðinni. Það er góð viðurkenning á okkar starfi að hún skrifi undir þennan samning og ljóst að það umhverfi sem við höfum skapað hér fyrir norðan heillar þar sem hún er að sunnan" segir Stefán Guðnason formaður KA/Þór.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is