Flýtilyklar
Ekki missa af glæsilegu KA jólakúlunum!
01.12.2021
Fótbolti
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu.
Athugið að jólakúlan kemur í afar takmörkuðu magni og því gott að tryggja sér eintak með því að panta í gegnum pöntunarformið sem allra fyrst.
Smelltu hér til að panta KA jólakúlu
Jólakúlurnar verða afhentar í KA-Heimilinu um miðjan desember og mun afhendingartími verða auglýstur þegar nær dregur.