Flýtilyklar
Einar Ari skrifar undir tveggja ára samning
05.02.2021
Fótbolti
Einar Ari Ármannsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Einar Ari sem verður 18 ára í mars næstkomandi er gríðarlega efnilegur markvörður og var nýverið valinn í æfingahóp U18 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu.
Undanfarin ár hefur Einar Ari átt fast sæti í landsliðshópunum og tók meðal annars þátt í undankeppni EM með U17. Það eru gríðarlega jákvæðar fréttir að Einar sé búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við KA og verður áfram spennandi að fylgjast með þessum öfluga kappa sem á framtíðina fyrir sér.