Dusan Brkovic gengur til liðs við KA

Fótbolti

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Dusan Brkovic og mun hann því styrkja lið okkar enn frekar fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni í sumar. Dusan er 32 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Serbíu en hann á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars Ungverskur meistari árið 2014.

Þá á Dusan um 70 leiki í efstu deild í Serbíu en á síðustu leiktíð lék hann 25 leiki og skoraði í þeim 3 mörk fyrir Diósgyöri VTK í Ungverjalandi. Dusan er væntanlegur norður til Akureyrar um miðjan mánuðinn og væntum við mikils af honum í KA-treyjunni í sumar og bjóðum hann hjartanlega velkominn í KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is