Dagbjartur, Gabríel og Valdimar í U15

Fótbolti

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir úrtaksæfingar dagana 22.-24. mars næstkomandi. KA á alls þrjá fulltrúa í hópnum en KA varð Íslandsmeistari í aldursflokknum í sumar.

Strákarnir sem voru valdir að þessu sinni eru þeir Dagbjartur Búi Davíðsson, Gabríel Lucas Freitas Meira og Valdimar Logi Sævarsson. Strákarnir voru allir í síðasta hóp og hafa því heldur betur unnið fyrir sæti sínu í hópnum.

Við óskum þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is