Covid19 ráðstafanir í KA-heimilinu

Almennt

Á þessum fordæmalausum tímum sem við lifum á þurfa allir að huga vel að eigin sóttvörnum. Öll íþróttastarfsemi KA er óskert, annað en á höfuðborgarsvæðinu þar sem sóttvarnarlæknir hefur óskað eftir að allt íþróttastarf falli niður til 19. október hið minnsta.

KA vill gera sitt í að gæta sóttvarna og hafa þrif í húsinu verið aukin, auk þess sem að sótthreinsivökvi er sýnilegur og aðgengilegur víða um húsið. Við viljum nýta tækifærið og benda fólki á að ef þú átt erindi á skrifstofu KA-heimilisins að athuga hvort ekki sé hægt að leysa erindið með því að senda tölvupóst eða hringja. Við viljum biðja fólk að takmarka ferðir sínar í húsið, hvort sem það er á skrifstofu eða til þess að sækja og keyra börn á æfingar. 

Við erum öll almannavarnir. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is