Flýtilyklar
Coerver skólinn fór fram í síðustu viku
Í síðustu viku var Coerver Coaching International Camp á KA-svæðinu en það er knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2010. Mikil ánægja var með skólann en þetta er annað árið sem KA og Coerver bjóða upp á námskeiðið hér á KA-svæðinu. Mjög færir erlendir þjálfarar koma og leiðbeina krökkunum ásamt þjálfurum frá KA.
Skólinn býður upp á sérhæfðar tækniæfingar og hefur verið frábær viðbót fyrir þá sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Krakkarnir æfðu visvar á dag, fengu heitan hádegisverð milli æfinga og þá voru fyrirlestrar um hina ýmsu hluti sem þarf að huga að til að ná alla leið. Alls voru rúmlega 170 krakkar á námsskeiðinu og erum við mjög ánægð með hve vel tókst í ár og þökkum öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að láta þetta allt ganga upp.
Allur Coerver hópurinn saman (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)