Lovísa Rut íþróttamaður Dalvíkur 2024

Blak
Lovísa Rut íþróttamaður Dalvíkur 2024
Lovísa með verðlaunin í kvöld

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var í dag kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2024. Lovísa sem er fyrirliði Deildar- og Íslandsmeistara KA í blaki kvenna spilar lykilhlutverk í liðinu og er heldur betur vel að þessum mikla heiðri komin.

Þetta er í annað skiptið sem Lovísa hlýtur þennan titil en hún var einnig kjörin fyrir árið 2022. Við óskum Lovísu innilega til hamingju með heiðurinn.


Lovísa með bikarinn árið 2022


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is