KA/Völsungur Íslandsmeistari í U16

Blak
KA/Völsungur Íslandsmeistari í U16
Strákarnir eru Bikar- og Íslandsmeistarar!

KA/Völsungur varð Íslandsmeistari í blaki karla í flokki U16 á dögunum og kórónuðu strákarnir þar með stórkostlegan vetur en fyrr í vetur hömpuðu þeir einnig Bikarmeistaratitlinum. KA og Völsungur tefldu fram sameiginlegu liði og má heldur betur segja að samstarfið hafi verið gjöfult.

Þá fengu KA stelpurnar í U16 flokknum silfurverðlaun í sínum flokk en stelpurnar áttu virkilega flottan vetur en þær léku einnig til úrslita í bikarkepninni þar sem þær uppskáru einnig silfurverðlaun.

Þá enduðu stelpurnar í KA-B í 5. sæti í U16 flokknum en stelpurnar hafa bætt sig gríðarlega í vetur og geta verið ansi ánægðar með sinn framgang í vetur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is