KA Íslandsmeistari kvenna U14

Blak

Það hrannast áfram inn Íslandsmeistaratitlarnir hjá blakdeild KA en um helgina hömpuðu stelpurnar okkar í U14 titlinum en stelpurnar töpuðu ekki leik í allan vetur og því verðskuldaðir Íslandsmeistarar

Þá fengu bæði stelpurnar og strákarnir okkar í U12 silfur eftir frábæran vetur og afar gaman að sjá öll liðin okkar í baráttunni um titlana. Óskum okkar mögnuðu iðkendum til hamingju með frábæran vetur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is