Heimaleikir KA í blaki á KA-TV

Blak

KA-TV mun sýna alla heimaleiki karla- og kvennaliðs KA í blaki beint í vetur. Til að ná upp í kostnað við útsendingarnar og vonandi til að geta bætt enn við umfangið kostar aðgangur að hverjum leik 800 krónur.

Við bjóðum hinsvegar einnig upp á áskrift að KA-TV sem veitir aðgang að öllum heimaleikjum KA í blaki karla og kvenna. Áskriftin kostar 8.000 kr og er því fljót að borga sig fyrir þá sem vilja fylgjast vel með gangi mála í vetur.

Slóðin á KA-TV er:

livey.events/ka-tv


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is