Ársmiðasalan er hafin fyrir blakveislu vetrarins!

Blak

Blakveisla vetrarins hefst í KA-Heimilinu á laugardaginn með leikjum Meistara Meistaranna en bæði karla- og kvennalið KA verða í eldlínunni. Stelpurnar okkar mæta HK klukkan 16:30 og strákarnir mæta Hamarsmönnum klukkan 19:00.

Ársmiðasalan er hafin í Stubb en ársmiðinn gildir á heimaleiki karla- og kvennaliðs KA og kostar einungis 12.000 kr. Athugið að ársmiðinn gildir líka á leiki helgarinnar og því eina vitið að drífa í kaupunum!

Kaupa ársmiða blakdeildar KA:
https://stubb.is/ka/passes


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is