Útför Árna Jóhannssonar í dag

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak | Tennis og badminton
Útför Árna Jóhannssonar í dag
Árni Jóhannsson

Í dag 4. desember, fer fram útför Árna Jóhannssonar, fyrrum formanns KA. Árni lést þann 26. nóvember eftir erfið veikindi aðeins 54 ára að aldri. Hann var virkur í félagsstörfum tengdum íþróttum á Akureyri, formaður KA frá 2005 til 2008 og varaformaður þar á undan.

Árni var menntaður rafeindavirki og starfaði sem kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Í gegnum öll sín störf eignaðist Árni stóran og tryggan vinahóp sem hann mat ávallt mikils.
Að Árna stendur stór og samheldin fjölskylda. Nú er stórt skarð hoggið í hópinn og er hans sárt saknað.

Útför Árna fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13:30.

Knattspynufélag Akureyrar sendir foreldrum Árna, systkinum hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is