Tilnefningar til ţjálfara ársins 2021

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak
Tilnefningar til ţjálfara ársins 2021
Frábćr árangur náđist á vellinum áriđ 2021

Alls eru sjö ţjálfarar eđa ţjálfarapör tilnefnd til ţjálfara ársins hjá KA fyrir áriđ 2021. Ţetta verđur í annađ skiptiđ sem verđlaun fyrir ţjálfara ársins verđa veitt innan félagsins og verđa verđlaunin tilkynnt á 94 ára afmćli félagsins í byrjun janúar.

Deildir félagsins tilnefna eftirfarandi ţjálfara:

Andri Snćr Stefánsson

Andri Snćr Stefánsson ţjálfari KA/Ţórs var valinn besti ţjálfari Olísdeildar kvenna 2021. Andri Snćr tók viđ liđi KA/Ţór fyrir veturinn 2020-2021 og endađi á ađ vinna alla titlana sem í bođi voru er liđiđ varđ Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk ţess ađ vera Meistari Meistaranna. Fyrir veturinn í vetur hafđi KA/Ţór aldrei hampađ stórum titli og afrekiđ magnađa ţví enn stćrra.

Andri kemur einnig ađ ţjálfun 8. flokks KA og KA/Ţór en Andri Snćr er uppalinn KA-mađur og leggur allt í sölurnar ţegar kemur ađ ţjálfun og gerđi einnig sem leikmađur. Ţá fór Andri einnig tvćr frćgđarfarir međ KA/Ţór í Evrópubikarkeppni kvenna. Frábćr sigur vannst í Kósóvó gegn landsmeisturunum ţar en svo fylgdi naumt tap í 32-liđa úrslitunum gegn bikarmeisturum Spánar, BM Elche.

Anton Orri Sigurbjörnsson

Anton Orri stóđ sig virkilega vel á árinu í ţjálfun yngriflokka KA. Anton Orri er metnađarfullur ţjálfari sem leggur sig allan fram ađ gera eins vel og hann getur til ađ efla iđkendur félagsins. Tímabiliđ 2020-2021 ţjálfađi hann strákana í 4. flokki og stelpurnar í 5.-7. flokki. Í haust er hann ađ ţjálfa stelpurnar í 4.-7. flokki.

Helsti árangurinn hjá ţessum liđum var ađ 5. flokkur kvenna vann öll mót sem ţau tóku ţátt í (Íslandsmeistarar, TM-mótsmeistarar í Eyjum, Gođamótsmeistarar og Stefnumótsmeistarar). Ţá áttu strákarnir í 4. flokki einnig mjög flott mót á ReyCup ţar sem öll liđin stóđu sig vel og ţá varđ B-liđ 4. flokks Íslandsmeistari. Anton Orri er ţví virkilega vel ađ tilnefningunni kominn.

Arnar Grétarsson

Arnar tók viđ liđinu sumariđ 2020 og snéri ţá slöku gengi viđ. Ţađ varđ strax ljóst á nýju undirbúningstímabili ađ stefnan var sett hátt og ćfđi liđiđ virkilega markvisst frá nóvember og fram ađ móti. Undir stjórn Arnars endađi liđ KA í 4. sćti, einungis einu stigi frá Evrópusćti sem er jafnframt nćst besti árangur KA í efstu deild. Eins og gefur ađ skilja á Arnar mjög stóran ţátt í góđum árangri liđsins. Arnar Grétarsson er metnađarfullur og fćr ţjálfari sem gerir miklar kröfur á sína leikmenn og ýtir hann ţannig undir framfarir hjá leikmönnum og liđinu.

Hannes Snćvar Sigmundsson og Gylfi Rúnar Edduson

Hannes og Gylfi hafa tekiđ ađ sér aukna ábyrgđ viđ ađ ţjálfa yngri flokka og stađiđ fullkomlega undir ţeirri ábyrgđ. Međ nćmni, skilningi og gleđi hafa ţeir skapađ skemmtilegt umhverfi á ćfingum og hafa hjálpađ iđkendum ađ ná betri tökum á íţróttinni sem og á sjálfum sér.

Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason

Heimir og Stefán eru tilnefndir saman frá handknattleiksdeild KA ţar sem ţeir ţjálfa saman 4. flokk karla sem náđi ótrúlega góđum árangri síđasta vetur. Yngra áriđ í 4. flokki síđastliđinn vetur varđ Íslandsmeistari og eldra áriđ datt út í undanúrslitum eftir ótrúlegan leik í KA-heimilinu og urđu ţeir í 2. sćti í deildarkeppninni, á markatölu.

Heimir og Stefán eru frábćrir saman međ ţennan aldur drengja og sýna mikinn metnađ í sínum störfum. Ţeir nýta allar auka mínútur til ţess ađ taka auka ćfingar međ flokkinn sem sýnir sig best á árangri hans. En eins og vitađ er ađ ţá er árangur ekki allt. Góđur mórall er í flokknum sem ţeir ţjálfa og töluverđur agi. Hópurinn er vel samanstilltur og ţeir eru ekki ađeins ađ ala upp flotta handboltamenn heldur einnig frábćra KA-menn!

Miguel Mateo Castrillo

Blakdeildin tilnefnir Miguel Mateo Castrillo ţjálfara mfl kvk sem ţjálfara ársins. Eftir ađ hafa unniđ alla titla undanfarin ár, var töluverđ breyting á liđinu síđasta tímabil ţar sem margir ungir leikmenn voru ađ stíga sín fyrstu skref í eftstu deild. Mateo náđi ađ leiđa liđiđ í úrslita leik Kjörís bikarsins og í undanúrslit í íslandsmótinu. Mateo hefur unniđ frábćrt starf sem ţjálfari og er ađ skila sér í fjölda nýrra landsliđsmanna frá KA bćđi í yngri landsliđ og A landsliđ.

Mateo er ađ vinna mjög mikilvćgt starf međ öllum ţeim leikmönnum sem hann ţjálfar, og hafa óvenju margir leikmenn í liđinu veriđ valdir í landsliđin. Bćđi U17 og U19 landsliđin sem fóru til Danmerkur og Finnlands í nóvember, og núna síđast í A - lansliđiđ sem er ađ fara til Lúxemborgar milli jóla og nýárs. Ţessi árangur einstakra leikmann er afrakstur mikillar vinnu Mateo međ ađ bćta leik hvers og eins. Eins og stađan er í dag er liđ KA í efsta sćti međ jafn mörg stig og Afturelding, sem er frábćr árangur.

Paula del Omo Gomez

Paula hefur ţjálfađ nćr alla yngriflokka deildarinnar undanfarin á, eftir ađ hún tók viđ hefur iđkendafjöldi hćkkađ um 300%. Ásamt fjölgun hefur gengi inn á vellinum líka fariđ upp á viđ, skilađi hún U 14 í öđrusćti á íslandsmótinu og U16 í ţví ţriđja. Paula sinti líka standblaksţjálfun í sumar og náđu tveir leikmenn íslandsmeistara titli í U 15 KVK.

Paula fór sem ađstođarţjálfari međ U 19 til Finnlands nú í haust og er hún ađ hasla sér völl hjá blaksambandinu í ţjálfarateymi landsliđanna. Helstu kostir Paulu sem ţjálfara er hversu einstaklega vel hún nćr til yngri iđkenda og ásamt ţví ađ kenna íţróttina ađ ala á góđum gildum sem ekki eru síđur mikilvćg í lífinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is