Orðsending vegna júdóæfinga næstu daga

Almennt | Júdó

Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við æfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Heimilt er að stunda keppnisíþróttir og við stefnum því á að halda úti júdóæfingum eins og kostur er.  Undanþága frá 1 metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess. 

  • Mikilvægt er að iðkendur mæti aðeins rétt fyrir júdóæfingu.  Aðeins iðkendur og þjálfarar þeirra hafa leyfi til að vera viðstaddir æfingar. 

  • Iðkendur skulu ekki nota búningsklefa í KA heimili á meðan 20 manna bann er í gildi. Þeir skulu fara beint í júdósal og svo beint út eftir æfingu.

  • Ekki er heimilt að nota félagsaðstöðu fyrir eða eftir æfingu. Aðstaðan verður eingöngu til þess að geyma fötin á meðan við erum á æfingu. 

  • Ekki er leyfilegt að deila drykkjum á æfingu. Hver og einn sér um að koma með drykki með sér.  

  • Æfingatæki (Lyftingatæki og annar búnaður) skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingar.

  • Júdósalurinn verður sótthreinsaður á hverjum degi eftir æfingar svo og allir snertifletir sem snýr að salnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is