Komdu í júdó!

Júdó

Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt.

Júdó hentar þeim sem vilja stunda íþrótt til að komast í form og vera í góðum félagsskap. Júdó er fyrir stóra, litla, létta, þunga, unga, gamla og alla þar á milli, það er svo sannarlega pláss fyrir alla í júdó!

Vertu með og dragðu vini/vinkonur með á æfingu.

Skráningar fara fram í gegnum Sportabler.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is