Júdóstelpur öflugar

Júdó
Um helgina fór fram Afmælismót JSÍ í aldursflokknum 15-19 ára.  KA átti 3 keppendur á mótinu, þær Helgu Hansdóttur, Fionu Ýr Sigurðardóttur og Kristínu Ástu Guðmundsdóttur.
Helga sigraði örugglega í sínum þyngdarflokki, -57 kg.  Aðrir þyngdarflokkar voru færðir saman í opinn flokk og þar sigraði Helga einnig.  Fiona varð í 3. sæti eftir að hafa tapað fyrir Helgu í undanúrslitum.  Kristín var í hörkubaráttu um að komast í úrslitaglímuna við Helgu en varð að hætta vegna veikinda.

Þessar 3 stelpur hafa æft gríðarlega vel og eru þær langsterkustu i þessum aldursflokki á Íslandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is