Stórt júdómót í KA-Heimilinu um helgina

Júdó

Stórt Júdómót verður haldið um helgina í KA-Heimilinu. Mótið er svokallað kyu-mót, en það þýðir að keppendur með svart belti geta ekki tekið þátt heldur aðeins þeir sem eru með lituð belti (að kyu-gráðu). Jón Óðinn formaður júdódeildar segir að um 80 þátttakendur séu væntanlegir, en þátttakendur koma frá Júdófélagi Reykjavíkur, Ármanni, ÍR, UMFG og að sjálfsögðu KA.

Mótið hefst kl 10:30 á laugardaginn og eru allir velkomnir !


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is