Júdóæfingum aflýst þriðjudag og miðvikudag

Júdó

Júdó æfingum er aflýst í dag og á morgun miðvikudag vegna veðurs. Allir júdómenn og foreldrar eiga hins vegar að fara út í garð og gera stóran snjókarl!

Minnum í leiðinn á jólamótið okkar sem haldið verður í júdósalnum í KA heimilin kl. 11 á laugardaginn. Mótið er fyrir 3-20 ára. Við hvetjum alla til að mæta sem og foreldra, ömmur og afa og aðra forráðamenn.

Krílaæfingunni á laugardaginn n.k. hefur verið flýtt til kl. 10.

Á laugardaginn milli 11:30 og 13:00 er Grautardagur í KA heimilinu þannig að það ætti enginn að fara svangur heim.

Stjórn og þjálfarar


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is