Júdóæfingar hefjast á mánudag

Júdó
Júdóæfingar hefjast á mánudag
Æfingatafla 2020 - uppfærð 27.september 2020

Júdóæfingar hefjast næst komandi mánudag.
Í boði eru æfingar frá 6-100 ára. Einhverjar breytingar eru samt á hópaskipan í vetur. Við verðum t.d. ekki með krílaæfingar í vetur og yngstu og elstu hóparnir okkar verða kynjablandaðir.  hópar 10-14 ára verða áfram kynjaskiptir.Nýr þjálfari hefur störf hjá okkur en það er Gunnar Örn Arnórsson. Gunnar er gamalreyndur júdókappi með bakgrunn úr frjálsum íþróttum einnig. Berenika Bernat kemur aftur sterk inn í þjálfun og mun þjálfa stúlknahópinn okkar. 

Við viljum vekja athygli og biðjast afsökunar á villu sem var í auglýsingu í Dagskránni sl. miðvikudag en þá var ekki annað hægt en að sjá að það væru engar æfingar fyrir kvennfólk eldra en 14 ára. Það er svo fjarri sannleikanum. Fullorðinsflokkur okkar er sameiginlegur fyrir bæði kyn og bjóðum við allt kvenfólk sérstaklega velkomið.

Einnig viljum við benda á að við höfum gert smávægilegar breytingar á stundatöflu frá því að auglýsingin kom út og er hún ásamt verðskrá komin á heimasíðu okkar https://www.ka.is/judo.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is